Forsala á þjóðhátíðarmiðum fyrir félagsmenn ÍBV íþróttafélags hefur verið framlengd til 20. júní þetta kemur fram í frétt á dalurinn.is. Þar kemur fram að þjóðhátíðarnefnd vinni nú að því í samráði við Almannavarnir að skoða hvort og þá hvernig mögulegt sé að útfæra hátíðina þannig að farið sé að ítrustu kröfum Landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins vegna Covid-19. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að framlengja forsölu félagsmanna til 20. júní og stefnt sé á að gefa út leiðbeiningar um breytingu á miðum eða mögulega endurgreiðslu á sama tíma.

“Vonumst við til að geta tilkynnt fyrir þann tíma hvort og þá með hvaða hætti halda megi hátíðina 2020.”