Myndlist, Bjór, Leikmannakynning og Búðaráp

Það er nóg við að vera í Eyjum í dag. Myndlistarfélag Vestmannaeyja verður með opið hús í Hvíta húsinu klukkan 16:00 í dag. Allar vinnustofur opnar og tekið á móti gestum. Þennan dag verður opið til klukkan 18.00. Um helgina er opið frá kl. 14.00 til 18.00.

Sjómannabjórinn 2020 – Óskar (Háeyri) kemur á dælu á The Brothers Brewery við hátíðlega athöfn. Opið 16.00 til 23.00.

Leikmannakynning ÍBV í Akóges kl. 20.00. Frítt er inn og opinn bar. Þjálfarar liðanna munu fara yfir leikmannahópana og upplegg sumarsins og væntingar fyrir tímabilinu.

Verslunarmenn í Eyjum ætla að fagna sumrinu með lengri opnun í flestum verslunum í Vestmannaeyjum.

Jólablað Fylkis

Mest lesið