Magnús Stefánsson og Díana Guðjónsdóttir þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna hafa valið 24 leikmenn til æfinga næstu tvær helgar. Æfingar fyrri helgina fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði en síðari helgina verður æft í Kórnum í Kópavogi.

Auk Magnúsar þjálfara á ÍBV 4 fulltrúa í hópnum en það eru:
Aníta Björk Valgeirsdóttir
Bríet Ómarsdóttir
Harpa Valey Gylfadóttir
Helga Stella Jónsdóttir

Þá hafa þeir Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-16 ára landsliðs kvenna hafa valið 23 stúlkur til æfinga. Liðið æfir 12. – 14. júní á höfuðborgarsvæðinu og 19. – 21. júní á Laugarvatni.

ÍBV á 3 fulltrúa í hópnum, en það eru:
Amelía Einarsdóttir
Elísa Elíasdóttir
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir