Dómsmálaráðuneytið hefur falið Sýslumanninum í Vestmannaeyjum að aðstoða fjölskyldusvið Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við úrlausn sifjamála með notkun fjarfundabúnaðar.
Markmið samstarfsins er að stytta biðtíma hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og greina frekar tækifæri fyrir notkun fjarfundarbúanaðar í viðtölum, óháð staðsetningu löglærðs fulltrúa sýslumanns. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum mun þannig tímabundið aðstoða við skilnaðarviðtöl og útgáfu skilnaðarleyfa að uppfylltum lagaskilyrðum.

www.syslumenn.is