Tæplega 300 manns skelltu sér í stórkostlegt útsýnisflug yfir Heimaey um liðna helgi og styrktu þannig um leið við Björgunarfélag Vestmannaeyja. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja sagðist í samtali við Eyjafréttir vera ánægður með það hvernig til tókst. “Ég vill koma á framfæri þakklæti til sem tóku þátt í þessu með okkur, bæjarbúum, og þeim fyrirtækjum sem gerðu þetta mögulegt. Vinnslustöðin, Ísfélagið, Bergur-Huginn, Leo seafood og Langa.”