Bæjarstjórn í beinni

Klukkan 18:00 fer fram 1561. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Einarsstofu, safnahúsi. Hér má finna streymi frá fundinum ásamt dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201906119 – Kjör forseta og varaforseta skv. 7.gr. og kjör bæjarráðs skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2. 202003120 – Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum 3. 201909118 – Húsnæðismál […]
Breytingar á afgreiðslu Fjölskyldu- og fræðslusviðs Rauðagerði

Afgreiðsla og inngangur Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar að Rauðagerði er flutt í suðurenda hússins (innganginn þar sem félagsmiðstöðin var áður). Jafnframt er bent á að bílastæði eru meðfram lóðinni en bílastæði norðan megin hússins eru einungis ætluð íbúum í götunni og starfsfólki sviðsins. Afgreiðslutími er óbreyttur eða frá kl. 9-12 og 12.30-15.00. (meira…)
Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?

Flugvöllurinn í Vatnsmýri þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og sem slík skiptir staðsetning og umgjörð flugvallarins miklu máli. Enn mikilvægara er þó hlutverk flugvallarins sem miðstöð sjúkraflugs í landinu, en þar er um brýnt öryggismál landsmanna að ræða. Uppbygging á nýju bráða- og háskólasjúkrahúsi fer nú fram við Hringbraut. Það er lykilatriði að flugvöllurinn, […]
Löndunarkraninn á Edinborgarbryggju ónýtur

Fram kom á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni að löndunarkrani sem stóð á Edinborgarbyrggu hefur verið dæmdur ónýtur og verið fjarlægður. Framkvæmdastjóri kynnti að kostnaður við kaup á nýjum krana geti verið allt að 7,5 milljónir auk uppsetningar. Niðurstaða ráðsins var að fela framkvæmdastjóra að afla tilboða í nýjan krana. (meira…)
Fjórar milljónir í umferðaljós

Umferðarljós á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri greindi frá innkaupum á nýjum umferðarljósum á gatnamótum Heiðarvegar/Strandvegar en áætlaður kostnaður Vestmannaeyjabæjar er um 4 milljónir, en gert var ráð fyrir upphæðinni í fjárhagsáætlun ársins 2020. Verkið er unnið í samstarfi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar. (meira…)