Þriðja löndun úr Kap síðan makrílvertíðin hófst

„Nú liggur vel á mannskapnum. Við erum að landa úr Kap í þriðja sinn frá því makrílvertíðin hófst og Huginn er væntanlegur til löndunar í annað sinn. Mjög fínn og fallegur fiskur sem berst okkur. Þegar svona gengur tekur sig upp sjö mánaða gamalt bros eða frá því við vorum í síldarvinnslu í fyrra!“ segir […]
Sjö mánaða gamalt bros tók sig upp

„Nú liggur vel á mannskapnum. Við erum að landa úr Kap í þriðja sinn frá því makrílvertíðin hófst og Huginn er væntanlegur til löndunar í annað sinn. Mjög fínn og fallegur fiskur sem berst okkur. Þegar svona gengur tekur sig upp sjö mánaða gamalt bros eða frá því við vorum í síldarvinnslu í fyrra!“ segir […]
Linda rústaði vélstjórnarglerþakið í Eyjum

„Óskandi væri að einhverjar stelpur hefðu áhuga og kjark til að skrá sig í vélfræði í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í haust. Ég gerði að minnsta kosti mitt til að kynna fagið fyrir nemendum tíunda bekkjar grunnskólans og reyndi sérstaklega að heilla stelpurnar!“ segir Linda Petrea Georgsdóttir, starfsmaður Hafnareyrar og nýútskrifaður vélstjóri og stúdent frá FÍV. […]
Sendiherra Kanada og ræðismaður Færeyja í heimsókn í Eyjum

Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi og Petur Petersen, ræðismaður Færeyja á Íslandi, áttu í dag fund með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Angantý Einarssyni, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Til umræðu voru samskipti Vestmannaeyja við löndin tvö, vinabæjartengslin við Gøtu, aukin samvinna í tengslum við viðskipti, rannasóknir, ferðamennsku og menningu. Sendiherrarnir munu verja deginum í Vestmannaeyjum. […]
Bikaræðið á enda

Grétar Þór Eyþórsson, oft kallaður bikaróði Eyjamaðurinn hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Grétar hefur átt frábæran feril með ÍBV en Grétar hefur aldrei leikið fyrir annað félag. Grétar hefur átt þátt í öllum titlum sem ÍBV hefur unnið í seinni tíð, en Grétar hefur verið virkur í starfinu hjá ÍBV auk þess að […]
Stoltur og ánægður að sjá þetta verkefni í höfn

Stefnt er að því í haust að aðstaða fyrir augnlækna af fullkominni gerð verði starfrækt innan HSU í Vestmannaeyjum það er Hjálparsjóður alþjóða Lions hreyfingarinnar (Lions Clubs International Foundation, LCIF) sem stendur að baki kaupunum ásamt fjölda bakhjarla. Áætlaður kostnaður við tækin og fylgihluti verði tæpar 24 milljónir króna en helmingur upphæðarinnar kemur frá sjóðnum. […]
Hátt í 700 þúsund krónur söfnuðust á sýningunni hjá Rikka

Ríkharður Zoëga Stefánsson, eða Rikki eins og hann er kallaður, hélt málverkasýninguna „Flottir tengdasynir og úteyjar“ um sjómannadagshelgina. Fjölmenni mætti á sýninguna sem hafði að geyma 27 verk eftir Rikka. Skemmst er frá því að segja að allar myndirnar á sýningunni seldust en allt söluandvirði rann óskipt til Krabbavarnar í Vestmanna- eyjum. Við ræddum við […]
Arnór og Bríet hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf handknattleiksdeildar ÍBV fór fram fyrr í þessum mánuði en rúmlega 30 ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í Meistaraflokkum ÍBV og á því var engin breyting í ár. En það voru þau Arnór Viðarsson og Bríet Ómarsdóttir sem hlutu verðlaunin að þessu sinni og eru vel af því […]
K100 og Toyota á Stakkó á morgun

Útvarpsstöðin K100 sendir út frá Vestmannaeyjum á morgun föstudaginn 19. júní. Nánar tiltekið úr útsendingarhjólhýsi sínu sem staðsett verður á Stakkagerðistúni. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Vestmannaeyinginn Jón Axel innanborðs, hefst stundvíslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað, fjallað verður um það helsta sem er að […]
Þjóðhátíðardeginum fagnað í blíðskaparveðri – myndir

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri á Stakkagerðistúni í gær. Skrúðganga gekk í takt við tóna Lúðrasveitar Vestmannaeyja, leidd af Skátafélaginu Faxa í fylgd lögreglu, frá Íþróttamiðstöðinni niður að Stakkagerðistúni. Þar tók við hefðbundin dagskrá. Kynnir var Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu og tómstundaráðs. Lúðrasveitin lék, börn af Víkinni sungu, Lóa Baldvinsdóttir […]