Ekkert skemmtiferðaskip hefur komið til Vestmannaeyja það sem af er ári en 90 skip höfðu boðað komu sína til Eyja í sumar. „Það er ekki búið að afpanta allt svo hugsanlega gætu komið einhver skip seinni part júlí eða í ágúst en þetta er samt allt óljóst enn þá“, sagði Andrés Sigurðsson Yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn. Andrés segir að um 30 skip ekki hafa afbókað en það breytist hratt. „Ef allt fer á versta veg þá gæti þetta verið tekjutap uppá um 40 milljónir fyrir höfnina.“ Andrés segir að engar afbókanir hafi borist fyrir næsta ár en 83 skip eru nú bókuð til Vestmannaeyja árið 2021. „Ég vona að þetta muni ekki hafa nein varanleg áhrif á skemmtiferðaskipaiðnaðinn. Hugsanlega getur þó verið að það taki nokkur ár að jafna sig eftir þetta ástand.