Forsala framlengd

Enn er óvíst með hvaða hætti Þjóðhátíðin verður haldin í ár, af þeim sökum hefur verið ákveðið að framlengja forsölu félagsmann þangað til ákvörðun hefur verið tekin. Gefnar verða út leiðbeiningar um breytingu á miðum eða mögulega endurgreiðslu á sama tíma. Þökkum ykkur kærlega fyrir biðlundina sem þið hafið sýnt okkur undanfarna mánuði (meira…)
Stelpurnar heimsækja Þór/KA í dag

ÍBV sækir heim Þór/KA í dag kl. 15.30 á Þórsvelli, Akureyri, í leik í Pepsi-max deild kvenna. Í síðustu fimm viðureignum þessara liða hefur Þór/Ka sigrað þá alla. Það er því ljóst að á brattan er að sækja hjá stelpunum í dag. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík í heimsókn síðasta laugardag í fyrstu umferð Pepsi-max deildarinnar […]
Strákarnir taka á móti Magna á Hásteinsvelli í dag

ÍBV tekur á móti Magna frá Grenivík, í fyrsta leik ÍBV í fyrstu deild í knattspyrnu síðan 2008 á Hásteinsvelli kl. 14.00. Jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem þessi lið mætast a.m.k. í opinberri keppni. ÍBV mætti Grindavík í mjólkurbikar karla í síðustu viku þar sem þeir fóru með góðan sigur, 1-5. Það verður […]