Lögð voru fram til upplýsinga á fundi bæjarráðs í síðustu viku drög að breytingu á þegar samþykktri viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við þróunarvinnu og byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða ítarlegri viljayfirlýsingu og aðra staðsetningu. Viljayfirlýsingunni er vísað til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.