ÍBV áfram í bikarnum

ÍBV lagði lið Tindastóls á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum í kvöld. Jón Ingason skoraði fyrsta mark ÍBV snemma leiks og þannig var staðan í hálfleik þó svo að ÍBV hafi fengið nokkur tækifæri til að auka muninn. ÍBV liðið var svo mun sterkara í seinnihálfleik og varð loka niðurstaðan 7-0. Gary Martin gerði sér lítið fyrir […]

Birkir Kristins, Bjarnólfur og Tryggvi Guðmunds rífa fram skóna

Tökur á nýrri þáttaröð sem sýnd verður á Stöð 2 og ber heitið Framlengingin hefjast næstkomandi fimmtudag. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt lið sem heitir FC Ísland. […]

Þegar nóg er nóg!

Herjólfur Básasker

Það er kannski að æra óstöðugan að fjalla dulítið um Landeyjahöfn.  Þetta er heldur ekki beint um Landeyjahöfn, heldur hvernig við Eyjamenn nálgumst samgöngur okkar, fjöllum um þær á samfélagsmiðlum og hvort við gerum okkur grein fyrir hversu skaðleg þessi ótrúlega neikvæða umræða hefur á samfélagið okkar. Umræða hefur skapast um ferð Herjólfs á sunnudag […]

Dagskrá Goslokahátíðar er að taka á sig mynd

Dagskráin er að vanda fjölbreytt og verður meðal annars boðið upp á hinar ýmsu listasýningar alla helgina ásamt þrennum tónleikum í Eldheimum með Hálft í hvoru á fimmtudagskvöldið, Trillutríó á föstudag og Kára Egilssyni á laugardag. Eins verða 70 ára afmælis tónleikar í Höllinni á föstudagskvöld með Pálma Gunnars. Barnadagskráin verður að sjálfsögðu á sínum […]

Svipuð þátttaka og fyrir fjórum árum

Forsetakosningar fara fram 27. Júní næstkomandi. Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Akóges, Hilmisgötu 15 og hefst kjörfundur kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu er með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum en heildarfjöldi greiddra utankjörfundaratkvæða hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum er nú 247, þar af eru 24 aðsend. Í síðustu forsetakosningum greiddu alls […]

Elín Freyja leysir Hjört af

Elín Freyja Hauksdóttir yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn er nýr umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi.  Hún leysir af Hjört Kristjánsson umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi, sem er í árs leyfi. Elín Freyja lærði læknisfræði í Kaupmannahöfn og útskrifast þaðan árið 2011. Hún flutti heim ásamt fjölskyldu sinni 2012 að kandidatsári loknu og réð sig til starfa […]

Sigurgeir með nýja bók

Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði hefur verið iðinn á undanförnum árum að gefa út bækur sem tengjast mannlífi og staðháttum í Vestmannaeyjum. Nú sendir hann frá sér nýja bók sem heitir Vestmannaeyjar – af fólki og fuglum og ýmsu fleiru. Þar kennir margra grasa en hvað fyrirferðarmest er þó upprifjun á æskuárunum fyrir ofan hraun og […]

ÍBV tekur á móti Tindastól í dag

ÍBV tekur á móti liði Tindastóls í Mjólkurbikar karla klukkan 18.00 á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum með 1-5 sigri á Grindavík í síðustu umferð. (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.