ÍBV lagði lið Tindastóls á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum í kvöld. Jón Ingason skoraði fyrsta mark ÍBV snemma leiks og þannig var staðan í hálfleik þó svo að ÍBV hafi fengið nokkur tækifæri til að auka muninn. ÍBV liðið var svo mun sterkara í seinnihálfleik og varð loka niðurstaðan 7-0. Gary Martin gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum lista yfir markaskorara hér að neðan.
1-0 Jón Ingason (‘5)
2-0 Jón Ingason (’51)
3-0 Gary Martin (’68)
4-0 Ásgeir Elíasson (’71)
5-0 Frans Sigurðsson (’82)
6-0 Gary Martin (’87)
7-0 Gary Martin (’90)