Forsetakosningar fara fram 27. Júní næstkomandi. Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Akóges, Hilmisgötu 15 og hefst kjörfundur kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00.

Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu er með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum en heildarfjöldi greiddra utankjörfundaratkvæða hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum er nú 247, þar af eru 24 aðsend. Í síðustu forsetakosningum greiddu alls 714 atkvæði utankjörfundar, þar af voru 53 atkvæði aðsend. Á sama tíma árið 2016 (fjórum dögum fyrir kjördag) höfðu 263 greitt atkvæði utankjörfundar hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum.

Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður segir kosningarnar hafa gengið vel. Hún vidi vekja athygli á því að þessa viku er lengdur opnunartími til klukkan 17:00 vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslurnnar. Auk þess veður hægt að kjósa hjá sýslumanni milli klukkan 10:00 og 12:00 á kjördag, 27. júní, en kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila.

SKL jól