Á fundi stjórnar KSÍ 18. júní síðastliðinn kynnti Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar yfirferð og tillögu nefndarinnar um úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ 2020. Stjórnin fór ítarlega yfir tillögu mannvirkjanefndar og yfirfór einnig þær umsóknir sem fengu ekki úthlutanir.

Stjórn KSÍ samþykkti neðangreinda úthlutun styrkja til þeirra samþykktu umsókna sem byggja á niðurstöðu skorkorts nefndarinnar.  Alls er um að ræða 20 verkefni og er heildarúthlutun 29,5 milljónir króna.

 • Afturelding – Knatthús – kr. 2.500.000
 • Breiðablik – Endurnýjun gervigras í Fagralundi, hitalagnir, girðing o.fl. – kr. 1.500.000
 • Breiðablik – Flóðlýsing á Kópavogsvelli – kr. 1.750.000
 • Breiðablik – Gervigras á Kópavogsvöll, hitalagnir og vökvunarkerfi – kr. 2.500.000
 • Breiðablik – Ný vallarklukka á Kópavogsvelli – kr. 500.000
 • Breiðablik – Ný vallarklukka í Fífunni – kr. 500.000
 • Breiðablik – Ný varamannaskýli á Kópavogsvelli – kr. 600.000
 • FH – Endurnýjun grasæfingasvæðis í Kaplakrika – kr. 1.000.000
 • FH – Nýbygging, knatthúsið Skessan – kr. 3.250.000
 • FH – Gervigras í knatthúsið Skessuna – kr. 1.000.000
 • Fylkir – Ný varanleg varamannaskýli við aðalvöll – kr. 600.000
 • Grótta – Stækkun stúku og aðstöðusköpun á Vivaldi vellinum – kr. 2.500.000
 • HK – Vökvunarbúnaður fyrir gervigras í Kórnum – kr. 600.000
 • HK – Inni battavöllur í Kórnum – kr. 500.000
 • ÍBV – Nýir búningsklefar á Hásteinsvelli – kr. 4.250.000
 • KR – Endurnýjun og umbætur sparkvallar – kr. 1.750.000
 • Leiknir F – Endurnýjun gervigrass í Fjarðarbyggðahöll – kr. 2.500.000
 • Reynir S – Ný vallarklukka á Sandgerðisvelli – kr. 500.000
 • Valur – Endurnýjun á búningsklefum fyrir aðalvöll á Hlíðarenda – kr. 600.000
 • Valur – Ný sæti í áhorfendastúku á Hlíðarenda – kr. 600.000