Hljómsveitin Eyjasynir mun sjá um tónlistarflutning í guðsþjónustu sunnudagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á fésbókarsíðu Landakirkju.
„Hljómsveitin er skipuð ungu fólki sem hefur sótt nám í Tónlistarskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fá þau til okkar í Landakirkju á sunnudag.
Guðsþjónustan hefst kl. 11 eins og hefðbundið er yfir sumartímann. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og prédikar. Sjáumst í kirkjunni okkar.“