Lundarall Náttúrustofu Suðurlands nú í júní leiðir það í ljós að almenn ábúð (egg/varpholu)  lækkar um 5% milli ára í 7 byggðum en hækkar í tveimur, Grímsey um 4,9% en mest þó í Lundey á Skjálfanda um heil 12,8%. Mesta lækkunin milli ára er í Elliðaey á Breiðafirði eða 33,7% og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 26,9% en um 60% íslenska lundastofnsins verpir á þessum tveim svæðum.

Í yfirliti Náttúrustofu Suðurlands kemur einnig fram að varp hafi hafist fremur snemma í Eyjum í ár eða fyrir 10. maí og pysjutíminn ætti því einnig að gera það, nema vöxtur dragist á langinn. Reynslan sýnir hinsvegar að ábúð undir 60% sé vísbending um lélega afkomu pysju og hægan vöxt.