Kempuliðið FC Ísland spilaði sinn fyrsta leikinn sinn í Vestmannaeyjum í gær og skemmst er frá því að segja að liðið mætti ofjörlum sínum í leiknum. Eyjalið Gunnars Heiðars sigraði 7-4 og var sterkara á öllum sviðum.

Verkefnið er partur af þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin. FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók að sér að manna lið Eyjamanna. “Þetta var mjög gaman það var náttúrulega númer eitt að allir kæmust heilir frá þessu og það stóð, númer tvö var að vinna. Ég er ekki vanur að tapa á Hásteinsvelli og á því varð engin breyting,” sagði Gunnar Heiðar léttur. Óskar Pétur smellti nokkrum myndum af leiknum sem má sjá hér að neðan.