Til stóð að mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít færu í dag út til nýrra heimkynna sinna í Klettsvík. Audrey Padgett hjá Sea Life Trust sagði í samtali við Eyjafréttir að lokaundirbúningur hafi tafist vegna veðursins um síðustu helgi en sé nú að mestu lokið nú sér beðið eftir hentugu veðri til að fara af stað. “Það er ekki nóg að fá gott veður til að koma þeim út við þurfum að getað treyst á nokkra góða daga í kjölfarið til að koma þeim fyrir.”

Opnunartími safnsins verður með eðlilegum hætti um helgina frá 10:00-17:00 í dag og laugardag en 13:00-17:00 á sunnudag.