Einn aðili er í sóttkví í Vestmannaeyjum þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í samtali við Eyjafréttir. Samkvæmt vefsíðunni covid.is eru alls 443 í sóttkví á landinu öllu og 12 virk smit. Ekki hefur greinst nýtt Covid-19 smit í Vestmannaeyjum frá því 20. apríl. Aðgerðastjórn hefur ekki komið saman vegna þess en stjórnin fundaði síðast 25. maí síðastliðinn. Lögregla fylgist grannt með ástandinu að sögn Páleyjar. Almannavarnanefnd kom saman til fundar síðast þann 4. júní síðastliðinn.