Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima verður lánaður í tímabundið 50% starf verkefnisstjóra hjá Þekkingarseturs Vestmannaeyja frá 15. ágúst 2020 til 31. mars 2021 í fjarveru og launalausu leyfi Páls Marvins Jónssonar framkvæmdastjóra. ÞSV hefur gert samkomulag við Vestmannaeyjabæ vinnuveitenda Harðar um þessa tilfærslu. Önnur verkefni Páls Marvins framkvæmdastjóra ÞSV hafa verið færð tímabundið yfir á annað starfsfólk ÞSV og framkvæmdaráð ÞSV að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns stjórnar Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

SKL jól