Staðan á vinnumarkaði Í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kemur í fundargerð að atvinnuleysi hefur aukist í Vestmannaeyjum eins og annars staðar vegna faraldursins. Í tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok maí hafi 101 verið á atvinnuleysisskrá og 126 á hlutabótaleiðinni. Í apríl var 11,5% atvinnuleysi, en 6,6 % í maí. Spáð er 6,2% atvinnuleysi í júní. Í spánni fyrir hlutabólaleiðina fyrir júnímánuð er gert ráð fyrir töluverðri fækkun einstaklinga á þeim úrræðum, þ.e. úr 126 í 73 einstkalinga.