Lögreglufélag Vestmannaeyja hélt félagsfund síðastliðinn mánudag. Aðalumræðuefnið var eðlilega yfirstandandi kjaraviðræður lögreglumanna. Í ályktun af fundinum hvetur félagið fjármálaráðherra til að semja nú þegar við Landssamband lögreglumanna.
Ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja. „Það er ótækt að lögreglumenn hafi verið samningslausir í á annað ár og því krefjumst við að fjármálaráðherra gangi frá samningum við Landssamband lögreglumanna nú þegar.“

Ályktunina má lesa hér í heild sinni:
„Félagsfundur Lögreglufélags Vestmannaeyja (LFV), haldinn mánudaginn 29. júní 2020 í fundarsal Lögreglunnar í Vestmannaeyjum, ályktar eftirfarandi:

Lögreglufélag Vestmannaeyja hvetur fjármálaráðherra til að semja nú þegar við Landssamband lögreglumanna. Vakin er athygli á því að lögreglan er ein af grunnstoðum samfélagsins og hefur það komið berlega í ljós í COVID-19 ástandinu hversu þýðingamikil stétt lögreglumanna er. Það er ótækt að lögreglumenn hafi verið samningslausir í á annað ár og því krefjumst við að fjármálaráðherra gangi frá samningum við Landssamband lögreglumanna nú þegar.“