Síðdegistónleikar föstudag og laugardag í Eldheimum

Guðný Charlotta Harðardóttir, Vera Hjördís Mattadóttir og Símon Karl Sigurðsson Melsteð

Eldheimar hafa alltaf skipað stóran sess í viðburðum goslokahelgarinnar og á því er lítil breyting. Hulda Hákon byrjaði dagskrána með opnun sýningar í gær og svo rekur hver tónlistarviðburðurinn annan.

Kl 17:00  í dag/föstudag verða tónleikar Trillu tríósins. Það er tríó ungra og mjög efnilegra tónlistarmanna: Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó Vera Hjördís Mattadóttir, söngur Símon Karl Sigurðsson Melsteð, klarínett. Þau flytja þekkt Eyjalög Ása og Oddgeirs sem útsett voru af Atla Heimis Sveinssyni.

Kl 17:00 á morgun laugardag leika og syngja Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Silja Elsabet Brynjarsdóttir lög úr söngleikjum gestasöngvari Þórarinn Ólason

JEEP- rafknúinn 02
Jeep – rafknúinn

Þetta er breyting á upphaflegri dagskrá. Kári Egilsson boðaði forföll.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu er aðgangseyrir að báðum viðburðunum.  Kr.  1.500.-  Þetta er gert til þess að ná utan um fjölda gesta.  En eru lausir miðar á báða viðburði, þeir eru til sölu í Eldheimum. Viljum taka fram að allur aðgangseyrir  tónleikana rennur óskiptur til tónlistarfólksins.

 

Mest lesið