Karlalið ÍBV í fótbolta mætir Leikni klukkan 18:00 í dag. Þar sem Herjólfur siglir ekki milli Lands og Eyja vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi brugðu ÍBV menn á það ráð að ferðast í Landeyjahöfn með tuðrum til að ná í leikinn. Góður andi var í hópnum þegar blaðamaður hitti á leikmenn við brottför enda allar aðstæður til siglinga eins og best var á kosið.