Tíma­bund­in vinnu­stöðvun skip­verja á Herjólfi hófst á miðnætti og stend­ur í einn sól­ar­hring. Þetta var staðfest þegar Fé­lags­dóm­ur hafnaði kröfu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, fyr­ir hönd Herjólfs ohf. um að dæma boðaða vinnu­stöðvun ólög­mæta.

„Vinnu­stöðvun­in var boðuð fyr­ir rúmri viku síðan en Herjólf­ur ohf., sem er í eigu Vest­manna­eyja­bæj­ar, ákvað að fara með málið fyr­ir Fé­lags­dóm og freista þess að fá boðun­inni hnekkt. Það kom úr­sk­urður klukk­an sjö eða átta í kvöld um það að vilji Herjólfs ohf. næði ekki fram að ganga,“ seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Jón­as seg­ist ánægður með niður­stöðu Fé­lags­dóms og von­ast til að nú fari samn­ingaviðræður að kom­ast á skrið. „Von­andi fæst þetta fólk sem vinn­ur hjá fyr­ir­tæki bæj­ar­ins til að tala við okk­ur. Það hef­ur ekki feng­ist til þess í núna á annað ár. Ég veit ekki hvort það er með vilja bæj­ar­búa og bæj­ar­stjóra,“ bæt­ir hann við.

Um 20 starfs­menn er að ræða, há­seta, báts­menn og þjón­ustu­fólk og mun Herjólf­ur ekki sigla á meðan vinnu­stöðvun­in stend­ur yfir. Önnur vinnu­stöðvun er boðuð eft­ir viku, frá miðnætti 14. júlí og mun hún standa yfir í tvo sól­ar­hringa. Þriðja vinnu­stöðvun­in verður svo frá miðnætti 28. Júlí og mun hún standa yfir í þrjá sól­ar­hringa.