Mikið hefur verið rætt á samfélgasmiðlum um þriðja mark ÍBV í 2-4 sigri liðsins gegn Leikni í gær. Það var sókn­ar­maður­inn Gary Mart­in sem skoraði markið með hendinni. Gary hefur nú stigið fram og beðið Leiknismenn afsökunar á markinu í færslu á Twitter í gær­kvöldi. Gary segist ekki vera stoltur af markinu en neitar því þó að vera svindlari því einungis hafi verið um viðbragð að ræða. Færsluna má sjá hér að neðan.

Eyja­menn eru með fullt hús stiga á toppi Lengju­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur­inn í gær. ÍBV mætir Grindavík á Hásteinsvelli á sunnudag.