Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að hátíðarhöldum í tengslum við þjóðhátíð þetta árið.

“Staðan hef­ur ekk­ert breyst”, sagði Hörður Orri Gréttisson framkvæmdastjóri ÍBV, í sam­tali við mbl.is í gær. „Við erum bara að vinna að þessu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að von sé á að niðurstaða fá­ist von bráðar, jafn­vel í næstu viku. Miðasala hef­ur staðið yfir frá í fe­brú­ar, en spurður út í gang henn­ar viður­kenn­ir Hörður að hún hafi verið „alls eng­in í lang­an tíma“.

Hann seg­ir for­svars­menn þjóðhátíðar eiga í góðu sam­tali við lista­menn en vill að ekki tjá sig um hvort samið hafi verið við þá, að öðru leyti en að þegar hafi verið búið að gera ein­hverja samn­inga áður en kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst.