Framkvæmdir við hreystivöll hefjast í næstu viku

Ekki er um endanlega hönnun að ræða heldur yfirlitsmynd

Hreystivöllur verður settur upp við íþróttamiðstöðina í sumar en áætlað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í næstu viku. „Tækin og undirlag eru komin og búið er að hanna og teikna hvernig hann á að vera,“ sagði Linda Rós Sigurðardóttir starfsmaður á Umhverfis og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar sem hefur umsjón með verkinu. Völlurinn verður stallaður á og gerfigras undir öllu svæðinu.
Tækin sem sett verða upp henta öllum sem eru hærri en 140 cm, óháð líkamlegu ástandi og getu. Með tækjunum er hægt að þjálfa styrk, þol, jafnvægi og liðleika. Stefnt er að því að uppsetningu ljúki í ágúst.

Nordika –
Epoxy gólf – SS Gólf ehf

Mest lesið