ÍBV stelpur heimsækja Val á Hlíðarenda í dag í Mjólkurbikarnum. Ljóst er að um krefjandi verkefni er að ræða hjá stelpunum því Valsarar sitja í toppsæti efstu deildar með fullt hús stiga eftir fimm leiki en ÍBV er í áttunda sæti með þrjú stig eftir fjóra leiki. Leikurinn hefst klukkan 18:00.