Tveggja sólarhringa verkfall hafið

Annað verkfall undirmanna á Herjólfi hófst núna á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa. Það er því ljóst að lítið verður um ferðir í dag og á morgun en allar ferðir Herjólfs féllu niður í síðustu verkfallsaðgerð þann sjöunda þessa mánaðar. Þriðja verkfallið er svo yfirvofandi 21.júlí, 22.júlí og 23.júlí.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér bókuna á fundi sínum í síðustu viku þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna kjaradeilu Herjólfs ohf. og háseta, þerna og bátsmanna á skipinu. Það er með öllu óásættanlegt að þjónusturof hafi orðið á samgöngum við Vestmannaeyjar þann 7. júlí síðastliðinn vegnu vinnustöðvunar og að allt stefni í frekari vinnustöðvanir.

Miklar framfarir hafa orðið í samgöngumálum Vestmannaeyja á undanförnum áratug með tilkomu Landeyjahafnar, yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri samgangna á sjó og nýrrar rafknúinnar farþegaferju sérhannaðri fyrir siglingar til Landeyjahafnar.
Öllum ætti að vera ljóst að rekstraraðstæður félagsins eru afar erfiðar. Hagstæð veðurskilyrði hafa verið allt þetta ár í Landeyjahöfn og samfélagið loksins að taka við sér eftir Covid-19. Það er því sorglegt til þess að hugsa að á þessum tímapunkti séu það mannanna verk sem valda því að samgöngur við samfélagið leggist niður með tilheyrandi samfélagslegu tjóni.

Uppbyggingasjóður 2020

Ábyrgð deiluaðila er mikil. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur þunga áherslu á að deiluaðilar finni leiðir til sátta sem allra fyrst svo að ekki komi til frekari samgöngutruflana fyrir samfélagið og áfram verði veitt eins öflug þjónusta og kostur er hverju sinni.

Mest lesið