Ástir samlyndra í fiskvinnslu

„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér. Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á […]
Að gefnu tilefni

Í yfirlýsingu sem Jónas Garðarsson f.h. Sjómannafélags Íslands sendi frá sér í gær beinir hann spjótum sínum að bæjaryfirvöldum og bæjarstjóra Vestmannaeyja og sakar þau um að vilja ekki gera kjarasamning við starfsfólk í Sjómannafélagi Íslands sem starfa umborð í Herjólfi. Jónas Garðarsson veit fullvel að þessir aðilar eru eigendur að félaginu en fara ekki […]
Brennan verður á sínum stað

„Brennan verður á sínum stað á miðnætti á föstudegi það var ákveðið í vor og því verður ekki breytt,“ sagði Bragi Magnússon brennustjóri í samtali við Eyjafréttir. Hefð er fyrir því að vinna við brennuna uppi á Fjósakletti hefjist í kringum mánaðamótin júní/júlí. „Það stóð náttúrulega alltaf til að halda Þjóðhátíð í einhverri myndi og […]
Löndunarkrani á Edinborgarbryggju kostar um 10 milljónir

Löndunarkrani á Edinborgarbryggju var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir liggur að kostnaður við nýjan löndunarkrana á Edinborgarbryggju mun vera um 10 milljónir með uppsetningu. Í ljósi aðstæðna ákvað ráðið að endurnýjun á löndunarkrana við Edinborgarbryggju yrði tekin inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. (meira…)