Löndunarkrani á Edinborgarbryggju kostar um 10 milljónir

Löndunarkrani á Edinborgarbryggju var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir liggur að kostnaður við nýjan löndunarkrana á Edinborgarbryggju mun vera um 10 milljónir með uppsetningu. Í ljósi aðstæðna ákvað ráðið að endurnýjun á löndunarkrana við Edinborgarbryggju yrði tekin inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Mest lesið