Verkfalli aflýst

Sjómannafélag Íslands hefur ákveðið að aflýsa verkfalli sem taka átti gildi frá morgundeginum, þriðjudaginn 21 júlí til og með fimmtudags 23. júlí n.k. Siglingaáætlun Herjólfs er því orðin eðlileg að nýju og siglum við eftirfarandi ferðir eins og venjulega. Frá Vestmannaeyjum kl: 07:00, 09:30, 12:00, 17:00, 19:30, 22:00 Frá Landeyjahöfn kl: 08:15, 10:45, 13:15, 18:15, […]
ÍBV afþakkar sæti í Evrópukeppni næsta vetur

Á þriðjudaginn rann út frestur til að skrá sig til þátttöku í Evrópukeppnum EHF. Alls eru fimm félagslið skráð til keppni frá Íslandi en Valsmenn skráðu sig til leiks í Evrópudeild karla og Afturelding og FH skráðu sig til leiks í EHF keppni karla. Valur og KA/Þór skráðu sig í EHF keppni kvenna. Karlalið ÍBV […]
Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig. Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum. Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn. Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar […]
Fundu COVID-hanska og nýjar tegundir í Surtsey

Gróska í Surtsey er góð samkvæmt niðurstöðum árlegrar vísindaferðar út í eyjuna og var mikið af blómstrandi plöntum. Kórónuveiran minnti þó á sig þar líkt og annars staðar. Borgþór Magnússon, leiðangursstjóri og líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við fréttastofu Rúv að sumarið hafi verið gott í Surtsey. „Það hefur verið gott sumar, bæði […]
Stelpurnar heimsækja FH í dag

ÍBV mætir FH í sjöttu umferð Pepsí Max deildar kvenna í dag í Kapplakrika. Um botn baráttu slag er að ræða en bæði liðin eru með þrjú stig eftir fimm leiki. (meira…)