720 tonnum bætt við strandveiðar

Kristján Þór Júlíusson hefur ákveðið hækka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum í 10.720 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda í morgun.

Í drögum að fréttatilkynningu sem LS fékk senda segir m.a. að með því að auka aflaheimildir til strandveiða sé verið að koma til móts við þá miklu fjölgun báta sem hafa stundað strandveiðar á þessu ári.  Þá er þess getið að með ráðstöfuninni sé öllum aflaheimildum í 5,3% kerfinu ráðstafað að fullu á þessu fiskveiðiári.

Orðrétt segir í drögunum:

Deiliskipulag flugvöll
Bókari Þekkingarseturs

„Samkvæmt samantekt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru nú líkur til þess að það aflamagn sem ætlað er til strandveiða muni klárast um komandi mánaðarmót og þyrfti Fiskistofa í kjölfarið skv. 2. mgr. 6. gr. a. laga um stjórn fiskveiða að stöðva veiðarnar. Vegna þessa hefur ráðherra tekið ákvörðun um að flytja allar óráðstafaðar aflaheimildir innan 5,3% kerfisins á þessu fiskveiðiári til að koma til móts við aukna ásókn í strandveiðar á þessu fiskveiðiári. Alls er um að ræða 720 tonn og verður heildaraflamagn til strandveiða á þessu fiskveiðiári 11.820 tonn sem er það mesta frá því strandveiðar hófust.“

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið