Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um ráðstöfun 4.000 tonna af makríl til skipa í B-flokki gegn gjaldi. Reglugerðin kemur í stað eldri reglugerðar og eru helstu breytingar þær að skip sem fengið hafa úthlutað meira en 30 tonnum geta ekki sótt um í pottinn fyrr en þau hafa veitt 75% af úthlutðu aflamarki í makríl. Jafnframt geta skip ekki flutt frá sér aflaheimildir í makríl eftir að hafa fengið úthlutað úr pottinum.  Þá er gerð sú breyting að hægt er að fá úthlutað allt að 50 tonnum í hvert skipti.