Arndís Bára Ingimarsdóttir hefur verið sett til að gegna embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum tímabundið. Arndís Bára lauk fullnaðarprófi í lögfræði árið 2014 og hefur starfað á ákærusviði embættisins frá ársbyrjun 2016.