Sjöunda umferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Eyjamenn mæta liði Vestra en leikið er á Olísvellinum á Ísafirði og hefst leikurinn klukkan 17.30. ÍBV er í toppsæti deildarinnar með 14 stig þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum. Vestri er með 10 stig í áttunda sæti.