Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít hafa lokið meðferð við bakteríu sýkingu í maga og hafa náð heilsu á ný. Flutningi dýranna var þá frestað en sýkingin uppgötvaðist um mánaðamótin í undirbúningi fyrir flutning hvalanna út í Klettsvík. Undirbúningur fyrir flutning er nú kominn í fullan gang aftur og er þjóðhátíðarhelgin því sú síðasta sem safnið ábyrgist í bili að hvalirnir verði til sýnis á safninu.

Að því tilefni ætla Sealife Trust og Ribsafari að bjóða upp á pakkaferðir í bátsferð og leiðsögn um safnið um Verslunarmannahelgina. Nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast hér.