Í gær fóru nokkrir vaskir Helliseyingar með skjöld til minningar um Pál Steingrímsson kvikmyndargerðamann út í eyna. Skjöldurinn var festur á klöpp við kofann, Lundaholuna. Palli eins og hann var jafnan kallaður hefði orðið 90 ára í gær. Hellisey var Palla alla tíð kær en hluta ösku hans var dreift á eyjunni. Um skemmtilega athöfn var að ræða í góðu veðri. Helliseyingar rifjuðu upp sögur af Palla og þeim bræðrum á pallinum í Hellisey áður en haldið var aftur til lands.