Viðbraðsaðilar funduðu vegna verslunarmannahelgar

Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd í Vestmannaeyjum funduðu nú síðdegis vegna komandi verslunarmannahelgar. Ljóst er að helgin verður frábrugðin því sem menn eiga að venjast enda hefur Þjóðhátíð verið aflýst. Löggæsluyfirvöld eru samt sem áður með viðbúnað og verður reglum um fjöldatakmarkanir fylgt eftir. Þá verður […]
Björn Viðar Björnsson gerir nýjan samning við ÍBV

Björn Viðar skrifaði fyrr í sumar undir nýjan 1 árs samning við ÍBV. Björn Viðar hefur leikið með liðinu síðustu 2 tímabil við góðan orðstír. Hann tók skóna víðfrægu af hillunni fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann hljóp undir bagga þegar markmannsvandræði komu upp í byrjun tímabils og hefur hann stimplað sig virkilega vel inn hjá […]
Eyjarnar lönduðu tvisvar fullfermi í síðustu viku

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu tvisvar fullfermi í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Bæði skipin komu til löndunar á mánudag og síðan aftur á fimmtudag. Þau héldu síðan á ný til veiða á föstudagskvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði hljóðið í Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra á Bergey. „ Það var hörkuveiði hjá báðum skipum í síðustu […]
Góður árangur á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2020 í 1. deild karla – og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí 2020. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla. Eins og undanfarin ár átti Golfklúbbur Vestmannaeyja sveit […]
Þróttarar mæta á Hásteinsvöll

Áttundu umferð Lengjudeildar karla líkur í dag þegar Eyjamenn taka á móti liði Þróttar Reykjavík. ÍBV þarf á sigri að halda til að endurheimta toppsæti deildarinnar. Þróttarar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00. (meira…)