Ólafur Helgi Kjartans­son til Eyja?

Ólafur Helgi Kjartans­son hefur skamman frest til að á­kveða hvort hann fellst á þá á­kvörðun dóms­mála­ráð­herra að flytjast til Vest­manna­eyja og taka við em­bætti lög­reglu­stjóra þar. Þetta kemur fram í frétt á vef fréttablaðsins.

Ráð­herra hefur þegar beðið Ólaf Helga að setjast í helgan stein, án árangurs, en nú hefur hún á­kveðið að færa hann til í starfi. Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra, hefur til­kynnt Ólafi Helga Kjartans­syni lög­reglu­stjóra á Suður­nesjum, um flutning hans til em­bættis lög­reglunnar í Vest­manna­eyjum. Þetta herma heimildir Frétta­blaðsins.

Til­kynningin mun hafa komið til hans með form­legu bréfi þar sem fram kemur að flutningur Ólafs Helga til Eyja taki gildi strax um mánaða­mótin, fallist hann á að flytjast af fasta landinu og hefur hann því skamman tíma til að taka af­stöðu til þessara breytinga.

JEEP- rafknúinn 02
Jeep – rafknúinn

Hafni Ólafur breytingunum, kann að vera ein­faldara fyrir ráð­herra að gera við hann starfs­loka­samning. Ólafur Helgi verður 67 ára í septem­ber og er því kominn á leyfi­legan eftir­launa­aldur.

Eins og greint var frá í fjöl­miðlum í síðustu viku hefur ráð­herra þegar óskað eftir því að hann láti af störfum hjá lög­reglunni á Suður­nesjum, þar sem allt hefur logað í ill­deilum undan­farna mánuði.

„Ég tjái mig ekki um það,“ segir Ólafur Helgi Kjartans­son, inntur eftir upp­lýsingum um fyrir­hugaðan flutning hans. Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra hefur ekki svarað fyrir­spurnum Frétta­blaðsins um málið.

 

Mest lesið