Ísfé­lag Vest­manna­eyja á Þórs­höfn stend­ur í mikl­um fram­kvæmd­um, en í vor hófst vinna við stækk­un fisk­vinnslu­húss um 600 fer­metra.

„Verið er að stækka rýmið vegna bol­fisk­vinnslu, setja upp nýja lyft­ara­geymslu, stækka mót­tökukæl­inn og koma fyr­ir betri aðstöðu fyr­ir aðgerð og grá­sleppu­vinnslu en hluti stækk­un­ar er líka vegna búnaðar fyr­ir vinnslu upp­sjáv­ar­fisks. Einnig verður þarna rými fyr­ir kæli­véla­búnað vegna fisk­vinnslu,“ sagði Sig­geir Stef­áns­son fram­leiðslu­stjóri.

Stefnt er að því að taka nýja hlut­ann í notk­un fyr­ir jól en ekki er pressa á að ljúka þess­um fram­kvæmd­um fyr­ir kom­andi sum­ar­vertíð.

Ísfé­lagið hef­ur í gegn­um tíðina staðið í stöðugri upp­bygg­ingu og end­ur­nýj­un í starf­sem­inni á Þórs­höfn, bæði í fiski­mjöls­verk­smiðju og frysti­húsi, og með þess­um fram­kvæmd­um bæt­ast 600 fer­metr­ar við fisk­vinnslu­húsið. Það er óhætt að segja að þessi þróun síðustu ára hef­ur verið mjög ánægju­leg fyr­ir sam­fé­lagið og nærum­hverfi á Þórs­höfn.

Stærri skip kalla á stækk­un hafn­ar
Und­an­far­in ár hafa orðið mikl­ar fram­far­ir í veiðum og meðhöndl­un á upp­sjáv­ar­fisk­teg­und­um með öfl­ugri og stærri skip­um sem koma með fisk­inn vel kæld­an og í góðu ástandi í land til vinnslu. Þessu fylg­ir að víða hef­ur þurft að fara í fram­kvæmd­ir í höfn­um svo þessi skip geti landað. Einnig er sú þróun að flutn­inga­skip­in hafa verið að stækka, sem jafn­framt kall­ar á stækk­un hafna.

Í sum­ar stend­ur til að hreinsa og dýpka hluta af höfn­inni á Þórs­höfn og ljóst er að á næst­unni er nauðsyn­legt að fara í frek­ari fram­kvæmd­ir á dýpk­un og auka við viðlegu­kanta hafn­ar­inn­ar. Á bryggj­una er komið nýtt vigt­ar­hús og aðstaða fyr­ir starfs­menn á hafn­ar­svæði hef­ur batnað til muna.

Sig­geir seg­ir óvíst hvenær sum­ar­vertíðin fari í gang en mak­ríl­veiði hef­ur verið dræm und­an­farið. Þegar vertíðin hefst er þörf fyr­ir auk­inn mann­skap og fjölg­ar í bæn­um, þá eykst þörf­in eft­ir leigu­hús­næði en vönt­un er á því á Þórs­höfn.

Sam­felld bol­fisk­vinnsla hef­ur verið hjá Ísfé­lag­inu í allt sum­ar og skip Ísfé­lags­ins, Dala-Rafn, Ottó og Litla­nes, sjá um að koma með afla til vinnslu í bol­fiski.

Mjög góð veiði hef­ur verið á hand­fær­in hjá strand­veiðibát­um og öðrum en tregt á línu en sjó­menn segja tölu­vert af síld vera í firðinum. Þorsk­ur­inn ligg­ur í síld­inni og étur sig full­an og tek­ur þá frek­ar á króka en línu. Hafa báta­sjó­menn orðið var­ir við mikið af síld og einnig eitt­hvað af loðnu á svæðinu und­an­far­in ár. Fisk­verð er einnig ágætt, frá 470 kr. á kíló upp í 520 kr. fyr­ir fisk í stærðarflokki 8 plús, svo vel geng­ur á strand­veiðinni. Nokkuð langt er fyr­ir bát­ana að sækja, allt upp í 40 míl­ur, en fæst­ir strand­veiðibát­ar fara þó svo langt því þeir fara út á miðnætti og þurfa að vera bún­ir að landa tím­an­lega áður en fisk­ur­inn fer á upp­boð. Um tíu bát­ar eru á strand­veiðum frá Þórs­höfn núna.

Mót­mæla fyr­ir­komu­lagi strand­veiða
Mik­il óánægja rík­ir hjá sjó­mönn­um í smá­báta­fé­lag­inu Fonti á Norðaust­ur­landi með það fyr­ir­komu­lag á strand­veiðum að hafa einn heild­arpott fyr­ir öll veiðisvæði, en hratt geng­ur nú á þann pott. Stjórn Fonts sendi í sum­ar áskor­un til ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála um að taka aft­ur upp svæðaskipt­ingu á strand­veiðiafla og bend­ir á að fisk­gengd byrj­ar ekki að marki hér á svæðinu fyrr en síðari hluta strand­veiða, í júlí og ág­úst, en þá er lítið orðið eft­ir í heild­arpott­in­um þar sem fyrri hluta tíma­bils hef­ur verið góð veiði bæði fyr­ir sunn­an og vest­an. Áður hef­ur verið bent á að lítið rétt­læti sé fólgið í því að einn heild­arpott­ur sé yfir strand­veiðar meðan ekki er öll­um tryggður sami daga­fjöldi og því mik­il mis­mun­un fyr­ir svæðin þar sem fisk­gengd er seinni hluta tíma­bils­ins.

Grein­in birt­ist í Morgu­blaðinu 23. júlí 2020.