Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum óskaði eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Svövu Kristínar Grétarsdóttur um leyfi til að halda styrktartónleika á bílastæði bakvið húsið við Strandveg 50, þann 1. ágúst nk., frá kl. 23:00 til kl. 03:30 þann 2. ágúst nk. Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Svava Kristín sagði í samtali við Eyjafréttir að ef ekki kæmi til hertari samkomu takmarkana þá færu tónleikarnir fram. En allur ágóði af tónleikunum rennur til barna og unglingastarfs ÍBV. Aðspurð um hver kæmi þarna fram sagðist Svava hafa verið í viðræðum við nokkra listamenn og gæti ekki gefið upp að svo stöddu hver myndi troða upp á laugardagskvöldið, en lofaði góðri skemmtun.