Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja kemur út föstudaginn 31. júlí þrátt fyrir að Þjóðhátíð 2020 falli niður. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið, föstudaginn 31. júlí kl. 15.00 þar sem þau fá blöð til að selja. Í ljósi hertra takmarkana og sóttvarnarráðstafana, sem kynntar voru í dag og taka gildi á morgun, er rétt að geta […]
Við erum öll almannavarnir

Í ljósi þess að covid smitum er að fjölga í samfélaginu hefur HSU Vestmannaeyjum ákveðið að grípa til eftirfarandi úrræða: Ef viðkomandi er með öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem gætu bent til covid er mikilvægt að hringja áður en komið er á heilsugæslu. Á dagvinnutíma í síma 432-2500 en á öðrum tímum í 1700. Í […]
Engir styrktartónleikar og lokaður Herjólfsdalur skilyrði brennunnar

Fundur var haldinn í bæjarráði núna kl. 13.00 vegna hertra reglna um samkomutakmarkanir og nálægðarmörk sem kynnt voru í morgun. Kom bæjarráð saman til þess að ræða leyfisveitingar og samkomur í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. „Nú er ljóst að töluverð fjölgun hefur orðið á innanlandssmitum af völdum kórónuveirunnar undanfarna örfáa daga og stjórnvöld tekið ákvörðun um […]
Hertar heimsóknarreglur á Hraunbúðum

„Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 þurfum við að bregðast við og gæta enn betur að sóttvörnum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Hraunbúða rétt í þessu. „Við setjum takmarkanir á fjölda heimsókna á heimilið og höldum líka áfram með þær reglur sem voru í gildi en viljum ítreka að gestir taki þær alvarlega. […]
Grímuskylda í Herjólfi

Ljóst er að hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru fyrir hádegi í dag munu hafa víðtæk áhrif í samfélaginu Herjólfur er þar ekki undanskilinn. “Við munum þurfa að fylgja þeim fyrirmælum sem lögð hafa verið fyrir. Í þeim felst m.a. grímuskylda en eins og stendur munum við ekki þurfa að takmarka þann fjölda sem […]
Freyðivíns- og sumarkjólahlaupi frestað

Kæru Freyðivíns- og sumarkjólavinkonur Eftir nýjustu fréttir af hertum aðgerðum stjórnvalda sjáum við okkur því miður ekki fært að halda hlaupið okkar. En við hvetjum ykkur allar til að hittast með ykkar nánustu vinkonum og fjölskyldu í sumarkjól og skála í freyðivíni. Þetta er klárlega viðburður sem við munum halda við fyrsta tækifæri Takk fyrir […]
Sýnum samfélagslega ábyrgð

Covid stríðið geysar enn á Íslandi sem og annarstaðar í heiminum. Hér á landi var hægt að koma böndum á ástandið með samstilltu átaki þjóðarinnar. Nú hins vegar er veiran komin aftur á kreik. Fyrir dyrum stendur nú verslunarmannahelgin. Vissulega skrýtnasta verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum í rúma öld. ÍBV tók þá skynsamlegu ákvörðun að aflýsa Þjóðhátíð með […]
Sjálfboðaliðar hittust og máluðu brúna

Stór hópur sjálfboðaliða stendur alla jafna í ströngu mest allan júlí mánuð að undirbúa Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð. Það hefur því verið óvenjulega rólegur júlí hjá þessu fólki þetta árið. Hópur sjálfboðaliða kom þó saman í Herjólfsdal í gær til þess að mála brúna og setja upp nýtt ártal á sviðið. “Þetta er nú meira sálrænt […]
Áhugi fyrir Rannsóknarsetri í Eyjum

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð í vikunni um sameiginlegt minnisblað hennar, rektors Háskóla Íslands og forstöðumanns Stofnunar Rannsóknarsetra Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra, um að stofnað verði aftur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Mikill áhugi er hjá Háskóla Íslands og bæjaryfirvöldum að starfrækja slíkt setur í Vestmannaeyjum og byggja þannig upp fjölbreyttara atvinnulíf og efla rannsóknar- […]