Ljóst er að hertar aðgerðir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem kynntar voru fyrir hádegi í dag munu hafa víðtæk áhrif í samfélaginu Herjólfur er þar ekki undanskilinn.
“Við munum þurfa að fylgja þeim fyrirmælum sem lögð hafa verið fyrir. Í þeim felst m.a. grímuskylda en eins og stendur munum við ekki þurfa að takmarka þann fjölda sem við höfum siglt með en heildarfjöldinn er 450 í hverja ferð. Ferjan tekur 540 en við höfum ekki farið í hann eftir Covid 19,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs OHF í samtali við Eyjafréttir.

Guðbjartur tók einnig fram Herjólfsfólk væri sífellt á tánum. “Við munum meta stöðuna reglulega og ef þörf krefur munum við bregðast við en eins og er munum við halda okkur við þennan farþegafjölda. Við höfum virkjað að nýju viðbragðsáætlun okkar og tökum eitt skref í einu.”