„Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 þurfum við að bregðast við og gæta enn betur að sóttvörnum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Hraunbúða rétt í þessu.  „Við setjum takmarkanir á fjölda heimsókna á heimilið og höldum líka áfram með þær reglur sem voru í gildi en viljum ítreka að gestir taki þær alvarlega.  Við erum í þessu saman og viljum minnka líkurnar á því að smit berist inn á heimilið.  Líkurnar minnka í hlutfalli við þann fjölda sem kemur inn á heimilið.  Sem áður verða reglur endurskoðaðar út frá tilmælum sóttvarnaryfirvalda.“

  • Að hámarki mega 1-2 aðstandendur heimsækja hvern íbúa í einu á hverjum degi.  Undanþága er aðeins veitt ef um mikil veikindi er að ræða en þá þarf að fá leyfi frá hjúkrunarforstjóra eða deildarstjóra hjúkrunar.  Fjölskyldur þurfa sjálfar að koma sér saman um hver það er sem kemur.
  • Gestir þurfa að skrá nafn sitt í gestabók við inngang
  • Þvo þarf hendur þegar komið er í hús og spritta og sinna persónlegu hreinlæti
  • Heimsóknir skulu fara fram á einkarými íbúa eða utanhúss, halda skal fjarlægð við aðra íbúa en sinn eigin aðstandanda og passa upp á að snertifletir sé sem fæstir.  Þetta þýðir m.a að gestir skulu ekki stoppa við í setustofu eða matsal Hraunbúða heldur fara beint inn á herbergi íbúa.
  • 2 metra reglan er í gildi hvað varðar alla aðra en þann aðstandenda sem heimsóttur er en þá er það valkvætt.  Þetta gildir bæði hvað varðar starfsfólk Hraunbúða og annað heimilisfólk.
  • Heimsóknir eru heimilaðar á tímabilinu 13-17:30

Áfram gilda einnig eftirfarandi reglur:

  • Að gestir komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins
  • Að gestir komi EKKI í heimsókn ef minnstu einkenni um kvef, flensulík einkenni, magakveisu, höfuðverk , beinverki eða slappleika eru til staðar