Í ljósi þess að covid smitum er að fjölga í samfélaginu hefur HSU Vestmannaeyjum ákveðið að grípa til eftirfarandi úrræða:

  • Ef viðkomandi er með öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem gætu bent til covid er mikilvægt að hringja áður en komið er á heilsugæslu. Á dagvinnutíma í síma 432-2500 en á öðrum tímum í 1700.
  • Í neyðartilfellum hringja í 112.
  • Þeir sem leita til heilsugæslu eru hvattir til að koma án fylgdarmanns nema nauðsyn krefji.
  • 2 metra reglan ítrekuð og að allir hugi að eigin hreinlæti og mikilvægi handþvottar og sprittunar.
  • Vegna verslunarmannahelgar verður húsið lokað frá fimmtudagskvöldi til þriðjudagsmorguns. Ef læknishjálpar óskast þarf að hringja í 1700.
  • Heimsóknartími á sjúkradeildinni er milli 14:30-15:30. Undantekningar eru gerðar við sérstök tilefni og þarf að ræða það við deildarstjóra eða vaktstjóra. Síminn á deildinni er 432-2600.
  • Áfram er aðeins leyfður einn í heimsókn á dag. Það er á ábyrgð aðstandenda hver komi í heimsókn og því mikilvægt að aðstandendur tali sig saman.
  • Mikilvægt að koma ekki á sjúkradeildina ef einkenni covid gera vart við sig eða viðkomandi hafið verið erlendis síðustu tvær vikur.

Við erum öll almannavarnir.
Þökkum tillitsemina.