Vinnslustöðvarminningar gúanómálarans Hönnu Kr

Bubbi Morthens mótaði gúanórokkið sem farandverkamaður í fiskvinnslu á sínum tíma, meðal annars í Vinnslustöðinni. Hanna Kristín Hallgrímsdóttir sækir á svipuð áhrifamið í röð mynda sem hún teiknaði og málaði eftir að hafa búið í Eyjum og unnið í Vinnslustöðinni. Þau Bubbi voru meira að segja samtíða eina vertíð hér og bjuggu í verbúð Vinnslustöðvarinnar. […]
Vinnsla um Þjóðhátíðarhelgi í fyrsta sinn í áratugi

Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar fékk áletraða, skreytta og ljúffenga köku með morgunkaffinu í dag. Á henni stóð: Takk fyrir mig. Það er heiti Þjóðhátíðarlagsins 2020 eftir Ingó Veðurguð. Lagið er gott og grípandi, gefið út þótt engin sé samkoman í Herjólfsdal. Starfsfólkið smakkaði þannig á Þjóðhátíð í orðsins fyllstu merkingu og verður að láta duga í ár […]
Brenna klukkan 22:00, Herjólfsdal lokað við Hamarsveg

Velunnarar bennunnar sendu rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kveikt verður í brennunni klukkan 22:00 í kvöld. Herjólfsdal verður lokað fyrir akandi og gangandi umferð við Hamarsveg kl 21:00. Fólk er beðið um að njóta brennunar úr fjarska og virða tilmæli ráðherra. Gæsla verður við golfvöllin sem tryggir að ekki […]
Gleðilega Þjóðhátíð…….eða nei bíðum aðeins….

Að sitja í sófanum heima hjá mér á föstudegi á Þjóðhátíð, fylgjast með upplýsingafundi Almannavarna og gráta úr mér augun er eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei upplifa. Ég á að vera á leiðinni í Dalinn, klyfjuð kökum, lefsum, gosi og alls kyns góðgæti fyrir setningarkaffið í hvíta tjaldinu. Ég á að vera að […]
Töluvert um afbókanir hjá Herjólfi

“Það eru um 500 farþegar bókaðir í dag til Vestmannaeyja. Það er töluvert um afbókanir eftir að tilmæli og aðgerðir stjórnvalda fóru í loftið,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í morgun. Nú er kominn upp sú sérkennilega staða að frá hádegi í dag er farþegum með Herjólfi skylt að vera með grímur um borð […]
Þjóðhátíð er einstök upplifun!

Í ár eru 146 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Því er það mjög sérstök tilfinning að henni hafi verið aflýst í ár, en það gerðist síðast þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þetta er sem sagt í fyrsta sinn í 105 ár sem Þjóðhátíð fellur niður; og í fyrsta og vonandi síðasta skiptið […]
Tjöldun Þjóðhátíðartjalda óheimil í Herjólfsdal

Að gefnu tilefni er rétt að koma því á framfæri að tjöldun Þjóðhátíðar eða samkomutjalda er óheimil í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgi. Í Herjólfsdal er rekið tjaldsvæði og gilda á svæðinu þær reglur um næði og frið gesta sem almennt eru í heiðri hafðar á tjaldsvæðum. F.h. Friðarbóls ehf. rekstraraðila tjaldsvæða. Páll Scheving (meira…)
Morgunútvarpið á Rás 2 sent út frá Vestmannaeyjum

Morgunútvarpið á Rás 2 var sent út frá Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn fagna Þjóðhátíð hver með sínu nefi að þessu sinni þar sem ekki verður um nein stórhátíðahöld að ræða. Margir hafa brugðið á það ráð að tjalda hinum hefðbundnu hvítu þjóðhátíðartjöldum úti í garði hjá sér og skapa þar álíka stemmingu og í dalnum, […]
Myllan vígð við hátíðlega athöfn (myndir)

Myllumenn létu Þjóðhátíðarskort ekkert á sig fá og vígðu fallegasta mannvirkið í dalnum að þeirra sögn við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myllan var gangsett og Jóhann Pétursson hélt samkvæmt venju ræðu þar sem skotið var nokkrum lauf léttum skotum á vitan og framtakssemi þeirra sem að honum standa en rígur milli þessara tveggja mannvirkja á […]