Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020 er komið út, en um helgina ganga sölubörn í hús í Eyjum þar sem hægt verður að nálgast blaðið.

Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið í dag, laugardaginn 1. ágúst, milli kl. 14.00 og 14.30 til að fá afhent blöð.

Blaðið fór í sölu í gær og var sölubörnum vel tekið af Þjóðhátíðarþyrstum Eyjamönnum. Í dag eru kjöraðstæður fyrir sölubörn til að ganga í hús í Eyjum enda veðrið með ágætum.

Í ljósi hertra takmarkana og sóttvarnarráðstafana er rétt að geta þess að börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin þessum takmörkunum.

Að venju verða góð sölulaun í boði!

Eru Eyjamenn hvattir til að taka vel á móti sölubörnum og styðja við bakið á ÍBV með kaupum á blaðinu.

ÍBV – íþróttafélag