Brenna var tendruð á Fjósakletti í gærkvöldi við sérstakar aðstæður. Herjólfsdalur var lokaður fyrir umferð og því tómlegt um að litast. Leita þarf aftur til ársins 1976 til að finna mannlausan Herjólfsdal á föstudagskvöldi á þjóðhátíð en þá var þjóðhátíð síðast haldin á Breiðabakka.